4.4.2009 | 14:19
Hægðartregða
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2008 | 20:04
Breyttur lífsstíll
Um mig
Ég heiti Kjartan Sæmundsson og er 51 árs húsasmíðameistari og grunnskólakennari. Mestan hluta minnar starfsæfi hef ég unnið líkamlega vinnu og haldist í kjörþyngd. Fyrir sjö árum síðan breytti ég algerlega um lífsstíl, hætti að reykja, drekka áfengi, settist á skólabekk og hætti að hreyfa mig. Ég breytti einnig um starfsvettvang og gerðist grunnskólakennari. Aukakílóin létu ekki á sér standa og ég fór úr 87 kílóum í 112 kíló þegar ég var þyngstur. Var kominn með stærðarinnar ístru, brjóst sem ég var ekki stoltur af og gat ekki setið með fæturna í kross, vegna offitu á lærum. Flest öll fötin mín voru orðin of lítil á mig. Ég var farinn að nota stærðir XXXL og það var skelfilegt að fara í búðir og geta ekki keypt sér flott föt vegna þess að þau voru ekki til í svo stórum stærðum. Mér leið ekki vel í skrokknum mínum. Hafði nánast óbeit á sjálfum mér og var mjög ósáttur við útlit mitt.
Það kom fyrir að ég fór að gera eitthvað í málunum. Keypti mér kort í ræktinni, breytti mataræðinu og fleira. Þetta gekk í einhvern tíma en árangurinn lét alltat á sér standa. Mér fannst þetta leiðinlegt og ég sá engan árangur af þessu puði mínu. Ég er einfaldlega ekki líkamsræktarmaður.
Í gegnum tíðina hef ég rekist á fólk sem hefur viljað selja mér Herbalife. Alltaf vísaði ég þessu fólki á bug vegna þess að ég hafði ekki trú á fyrirbærinu og var uppfullur af fordómum gagnvart því.
Í vetur áskotnaðist mér fyrir tilviljun Herbalife startpakki og ég ákvað að prófa vöruna.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 20:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)